Orkumálinn 2024

Ekkert ferðaveður víða í fjórðungnum

brimrun4_wb.jpgVont veður er víða á Austurlandi þessa stundina og ófært um helstu fjallvegi. Verst er veðrið sunnan til í fjórðungnum. Ekki er gert ráð fyrir að veðrið lagist fyrr en í kvöld. Ekki hefur verið flogið til Egilsstaða í morgun.

 

Á Fjarðarheiði er þungfært og stórhríð og á Fagradal stórhríð og þfæingur. Fáir hafa farið þar um seinustu tímana. Um Öxi og Breiðdalsheiði er ófært og stórhríð í Berufirði. Bálhvasst er og óveður allt frá Djúpavogi og eftir suðurströndinni til Víkur í Mýrdal. Ófært er um Hellisheiði og Vatnsskarð og stórhríð á Vopnafjarðarheiði.

Veðurstofan spáir snjókomu og 15-25 m/s í dag og varar sérstaklega við snörpum vindstrengjum sem kunna að myndast við fjöll á Suðausturlandi. Heldur lægir í kvöld og nótt þótt víða kunni að verða allhvasst á morgun, einkum sunnan til í fjórðungnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.