Orkumálinn 2024

Ekkert Covid-smit í fjóra mánuði

Ekkert Covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi síðan í apríl og er landshlutinn einstakur hvað þetta varðar hérlendis. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, sem er í forsvari fyrir aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi segir að ekki sé til einhlít skýring á þessari stöðu.

Síðasta virka smitið sem greindist á Austurlandi var 9. apríl. Þann 27. apríl höfðu allir sem smituðust náð bata. Hér skal tekið fram að smit hafa verið mjög fá á Austurlandi frá upphafi faraldursins eða aðeins átta talsins.

Kristján Ólafur segir að skýringin á þessum fáu smitum liggi ekki í að ekki sé skimað fyrir veirunni á Austurlandi. „Það er skimað fyrir Covid-19 á flugvellinum á Egilsstöðum daglega og allir farþegar sem koma með Norrænu eru skimaðir í Færeyjum áður en ferjan siglir til Seyðisfjarðar," segir Kristján Ólafur. „Þar að auki geta allir sem vilja komið á heilsugæsluna og fengið skimun.“

Kristján Ólafur tekur fram að þó staðan sé mjög góð á Austurlandi í augnablikinu megi almenningur ekki slaka á. „Það þarf ekki nema eitt nýtt smit hér og þá þarf að setja allt á fullt til að bregðast við því. Við brýnum sem fyrr fyrir fólki að huga að sínum persónulegum smitvörnum, þvo hendur vel, nota handspritt og að tveggja metra samskiptafjarlægðinni sem á ný er orðin regla en ekki viðmið.“

Á upplýsingafundi almannavarna í dag kom fram að greinst hafa 81 inn­an­lands­smit frá 15. júní. Þau eru flest rak­in til ís­lenskra og er­lendra ferðamanna, utan einnar hóp­sýk­ingar. Ekki er vitað um uppruna hennar og veldur það Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, töluverðum áhyggjum ens og margoft heur komið fram í fréttum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.