Eitt útkall í storminum í gær

Eitt útkall er skráð hjá austfirskum björgunarsveitum eftir mikið hvassviðri sem gekk yfir Austurland í gærkvöldi.

Hvasst var á öllu landinu, hvað verst á suðvesturhorninu þar sem gekk fyrst í veðrið. Eystra fór að hvessa eftir hádegið.

Mesti vindur eystra mældist á Gagnheiði seint í gærkvöldi, 50 m/s í hviðum. Um kvöldmatarleytið voru hviður upp á 40 m/s við Mjóafjarðarvegamótin á Fagradal.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu var Brimrún á Eskifirði kölluð út um klukkan níu í gærkvöldi þar sem þak var að fjúka af húsi í bænum. Hluti þaksins mun hafa losnað af en björgunarsveitin tryggði það sem eftir stóð og þær plötur sem höfðu losnað af.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.