Orkumálinn 2024

Eitt smit skráð á Austurlandi

Eitt Covid-19 smit er skráð á Austurlandi, samkvæmt nýjustu tölum. Viðkomandi dvelur þó ekki í fjórðungnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands. Sá smitaði er með lögheimili á Austurlandi en dvelur í öðrum landshluta og er í einangrun þar. Skráningunni á covid.is verður breytt hvað þetta varðar innan skamms.

Aðgerðastjórnin hvetur Austfirðinga til að gæta varkárni í hvívetna sem fyrr, muna fjarlægðarmörk, handþvott og sprittnotkun.

Þá áréttar hún tilmæli stjórnvalda um að ferðast ekki til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema brýna nauðsyn ber til. Ástandið sé enn tvísýnt og mikilvægt að fólk hegði sér samkvæmt því.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.