Eiríkur Björn næsti bæjarstjóri á Akureyri

Eiríkur Bj. Björgvinsson, fráfarandi bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, verður næsti bæjarstjóri Akureyrarbæjar. Þetta var staðfest í morgun.

 

Kvittur hefur lengi verið á kreiki um að Eiríkur Björn tæki við stöðunni á Akureyri. Vikudagur birti hana fyrst í kringum kosningarnar 2006 og sagan fór aftur á kreik nú í vor.

Ríflega fimmtíu manns sóttu um bæjarstjórastöðuna á Akureyri. Eiríkur Björn er einnig meðal umsækjenda um bæjarstjórastöðuna í Árborg.

Á Fljótdalshéraði er unnið að ráðningu bæjarstjóra. Listi yfir umsækjendur í Fjarðabyggð verður birtur eftir fund bæjarráðs á þriðjudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.