Einn besti maímánuður sögunnar

Nýliðinn maímánuður var einhver sá besti sem mælst hefur á Austurlandi. Hæsti meðalhiti á landinu var á Egilsstöðum.

Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofunnar fyrir mánuðinn.

Meðalhitinn á Egilsstöðum var 7,8 gráður sem þýðir að þetta er þriðji hlýjasti maímánuður sem mælst hefur á stöðinni þau 63 sem mælt hefur verið.

Á Dalatanga var meðalhitinn 6,2 gráður og er mánuðurinn eining sá þriðji hlýjasti á þeirri stöð þar sem mælingar hafa verið stundaðar í 80 ár. Á Teigarhorni varð hann níundi í röðinni og meðalhitinn 6,3 gráður.

Hæsti hiti mánaðarins mældist hins vegar í Ásbyrgi. Í samantektinni kemur fram að hiti í apríl og maí hafi verið tveimur stigum yfir meðaltali á Egilsstöðum og vorið það sjöunda hlýjasta af 64.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.