Einleikurinn Pabbi er dáinn sýndur á Seyðisfirði

pabbi_er_dainn.jpg

Einleikurinn Pabbi er dáinn verður sýndur í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði þriðjuagskvöldið 31. júlí klukkan 20:00. Tveir íslenskir leiklistarnemar ferðast hringinn með leikritið.

 

Verkið fjallar um hinn 26 ára gamla Kára sem heimsækir leiði föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann eftir 20 ára aðskilnað. Síðan pabbi Kára fór frá honum þegar hann var einungis sex ára gamall hafa ýmsar spurningar brunnið á Kára og hefur hann beðið eftir þeirri stund að geta talað við pabba sinn aftur, en reiknaði aldrei með því að gera það yfir honum látnum.

Einleikurinn er fyrsta verk Daily Snow, íslensks leiklistarnema í Kaupmannahöfn, sem bæði skrifaði verkið og fer með hlutverk Kára. Tónlistin í leikritinu er samin af sænska tónskáldinu Filip C. de Melo sem einnig er á kandídatsári í Det Kongelige Danske Musikkonservatorium. Sviðsmynd er í höndum danska listamannsins Lukas Damgaard.

Magnús Þór Ólafsson mun leika tónlistina á klassískan gítar, en hann er einnig á kandídatsári við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium.

Tilgangur ferðarinnar er að kynna þeirra vinnu fyrir Íslendingum og safna pening fyrir áframhaldandi námi þeirra tveggja. Frítt verður á flestar sýningarnar og geta áhorfendur borgað í hattinn eftir sýninguna.

Miðapantanir eru á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.