Eining fjárfestir í öðrum sæketti

Björgunarsveitin Eining á Breiðdalsvík hefur fjárfest í sínum öðrum sæketti til leitar á sjó og vötnum eftir góða reynslu af fyrri sækettinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðanda sækattarins, eða RescueRunner, sænska fyrirtækinu Safe at Sea. Það sérhæfir sig, eins og nafnið gefur til kynna, í búnaði til leitar björgunar á sjó.

Þar kemur fram á Breiðdælingar hafi fyrst kynnst sæþotunum á kynningu fyrirtækisins á Fáskrúðsfirði fyrir þremur árum en Fáskrúðsfirðingar höfðu þá þegar pantað sér slík tæki. Þar hrifust Breiðdælingar af fjölhæfni og notagildi sækattanna þannig þeir fjárfestu í einum.

Nú hafa þeir pantað annan sem afhentur verður fyrir sumarið. Tækið kostar rúmar fjórar milljónir króna.

„Við notum RescueRunner til að leitar og björgunar nærri ströndum og til að geta brugðist hratt við þegar fiskibátar í nágrenni Breiðdalsvíkur þurfa aðstoð. Þar eru margar smáeyjar og sker og við slíkar aðstæður henta sækettirnir vel. Í hreinskilni sagt þá hefur okkur dreymt lengi um að eignast annan RescueRunner,“ er haft eftir Ingólfi Finnssyni, formanni Einingar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.