Ein með tómat, sinnep og 42 milljónum.

Hjón á Austurlandi duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þau keyptu sér lottómiða í sjoppunni á Reyðarfirði. Þau voru alein með allar tölur réttar og unnu rúmar 42 milljónir

 

Samkvæmt fréttatilkynningu Íslenskrar getspár skruppu þau til Reyðarfjarðar síðastliðinn laugardag til á fá sér pylsu. 

Maðurinn ákvað að kaupa sér einn lottómiða líka. Það reyndust vera snjöll kaup því þegar uppi stóð voru þau með allar tölur réttar og unnu fjórfalda pottinn eða um rúmar 42 milljónir.

„Þetta kemur afar sér vel. Svo er þetta frábær brúðkaupsgjöf, við erum að halda upp á rúmlega 40 ára brúðkaupsafmæli um helgina,“ er haft eftir manninum í tilkynningunni. 

 

Reyðarfjörður. Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.