Orkumálinn 2024

Ein besta hótelnýtingin var á Austurlandi í sumar

Austurland var með bestu nýtingu herbergja á hótelum í sumar ásamt Norðurlandi. Hlutfallslega var nýting herbergja á Austurlandi langt yfir meðaltali á landinu í heild.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ferðamálastofu á gistinóttum á hótelum á landinu í júní, júlí og ágúst í ár.

Gistinætur á hótelum voru um hálf milljón talsins sumarið 2020 eða um 36% af skráðum gistinóttum.  Þrjár af hverjum fimm gistinóttum voru tilkomnar vegna Íslendinga og voru þær nærri þrefalt fleiri en sumarið 2019.

„Þegar horft er til nýtingar á hótelherbergjum yfir sumarmánuðina má sjá verulegan mun eftir mánuðum og eftir landshlutum,“ segir í úttektinni.

„Hæst var nýtingin á landsvísu í júlímánuði eða 47% en þá fór nýtingin yfir 70% í tveimur landshlutum, Austurlandi og Norðurlandi.  Lægst var hún í júní en þá fór hún niður fyrir 15% á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.“

Þegar skoðaðar eru tölur fyrir hvern mánuð fyrir sig var nýtingin 32% á Austurlandi í júní þegar landsmeðaltalið var 21%. Í júlí fór  nýtingin í 73% þegar landsmeðaltalið var 47% og í ágúst var nýtingin 59% á móti 36% á landsvísu í heild.

Þá segir að um 115 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll sumarið 2020 eða um 79,3% færri en sumarið 2019. Leita þarf allt að tvo áratugi aftur í tímann til að finna hliðstæðan fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi að sumri til.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.