Eiður Ragnars ráðinn fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi

Eiður Ragnarsson hefur verið ráðinn fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi. Um er að ræða 40% starf með fastri viðveru á mánudögum á skrifstofu Múlaþings á Djúpavogi.

Greint er frá þessu á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að fulltrúi sveitarstjóra er staðgengill sveitarstjóra og hefur umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins á staðnum, í samráði við sveitarstjóra og yfirmenn viðkomandi sviða.

Meðal verkefna eru að sitja og undirbúa fundi heimastjórnar á Djúpavogi, sjá um ritun fundargerða og passa að afgreiðslur heimastjórnar komist í réttan farveg.

„Eiður er boðinn velkominn til starfa hjá Múlaþingi,“ segir á vefsíðunni.

Þær upplýsingar fengust hjá Múlaþingi að ráðningin væri tímabundin til loka tímabilsins. Við slíkar kringumstæður þarf ekki að auglýsa stöður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.