Egilsstaðir fyrsti viðkomustaður TF-GNA

Egilsstaðaflugvöllur varð í dag fyrsti viðkomustaður nýrrar þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem fengið hefur einkennisstafina TF-GNA.

Hún er þriðja leiguþyrla gæslunnar af gerðinni Airbus Super Puma EC225. Hinar tvær, TF-GRO og TF-EIR hafa þótt reynast vel eftir að þær bættust í flotann fyrir tveimur árum.

Þyrlan fór frá Stavangri í Noregi í gær og hafði viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum áður en hún lenti á Egilsstaðaflugvelli rétt fyrir klukkan fjögur í dag.

Þar stoppaði hún stutt við til að taka eldsneyti, áður en flogið var áfram suður til Reykjavíkur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.