Egilsbúð verður að alvöru félagsheimili

Í dag fer fram uppboð á rúmum og skápum í Egilsbúið. Verið er að rýma út úr gömlu hótelherbergjunum svo hægt verði að skapa ný rými sem nota á í félagsstarf. 

 

Verið er að selja öll rúm og skápa sem eru í herbergjunum. Allir geta komið og gert tilboð. Skráningarblöð eru fyrir ofan hvert rúm og á hverjum skáp þar sem þú skráir upplýsingar um sig og hvað fjárhæð það er tilbúið að borga. 

Ætlun bæjarins er að nota þessi herbergi sem og önnur rými Egilsbúðar undir félagsstarf. „Til dæmis fer starfsemi Atom inn í hinn enda hússins, í Stúkuna, og eldri borgararnir fá aðstöðu þar sem bæjarskrifstofurnar voru. Hótelherbergjunum verður síðan breytt í stærri rými sem hægt verður að nýta undir fundi og félagssamtök geta líka nýtt sér þau, segir Katrín Viðarsdóttir forstöðumaður Egilsbúðar.

Framkvæmdir eru þegar hafnar á nýju félagsmiðstöðinni og á rýmunum fyrir eldriborgarana en reiknað er með að veturinn fari þessar framkvæmdir.

Aðspurð segir Katrín að almennt hafa íbúar tekið vel í breytingar. „Auðvitað er ekkert hægt að geðjast öllum en ég hitti mann um daginn sem tók þátt í að byggja Egilsbúð og hann var svo ánægður að verið væri að koma lífi í Egilsbúð aftur og gera það aftur að alvöru félagsheimili.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.