Eftirlitsmyndavélar komnar við Reyðarfjörð

Fyrstu eftirlitsmyndavélarnar á vegum Fjarðabyggðar og lögreglunnar á Austurlandi hafa verið settar upp við innkeyrsluna að Reyðarfirði.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fór að skoða möguleikana á að koma upp myndavélum við innkeyrslurnar að byggðakjörnum eftir að erlend glæpagengi fóru um svæðið og brutust inn í íbúðarhús síðustu sumur.

Fyrstu vélarnar eru nú komnar upp og standa við vegamótin til suðurs í átt að Fáskrúðsfjarðargöngum. Unnið er að því að koma upp myndavélum á fleiri stöðum á Austurlandi.

Myndavélarnar eru settar upp í samstarfi Verslunartækni, Multitask, Fjarðabyggðar og lögreglunnar á Austurlandi. Þær eru frá Mobotix og Genetec en hugbúnaðurinn frá Genetec AutoVU.

Í tilkynningu frá Verslunartækni segir að þessi búnaður sé notaður víða á Norðurlöndum og í Evrópu. Notkun þessa kerfis hafi gefið góða raun þar, bæði auðveldað löggæslustörf og verið til forvarna.

Þar kemur einnig fram að farið sé eftir öllum kröfum persónuverndar og aðeins lögreglan hafi aðgang að myndefni úr vélunum fyrir löggæsluverkefni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.