VG - kosningar - sept 2021

Eftirlitsflygildin kyrrsett eftir óhapp

Stofnanir Evrópusambandsins hafa fyrirskipað að ómönnuð flygildi af gerðinni Hermes 900 verði kyrrsett á jörðu niður uns annað verður ákveðið. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að slíkt flygildi varð að nauðlenda á Grikklandi í byrjun árs. Flygildi sömu gerðar var á Egilsstöðum í fyrrasumar.

Þetta kemur fram í svari Adina-Ioana Vălean, samgönguráðherra sambandsins við fyrirspurn þýska Evrópuþingmannsins Özlem Demirel.

Flygildið sem nauðlenti á eyjunni Krít þann 8. janúar síðastliðinn var gert út á vegum Evrópsku siglingaöryggisstofnunarinnar (EMSA), líkt og flygildið sem var á Egilsstöðum í fyrrasumar. Forstjóri stofnunarinnar kom austur til að skoða flygildið, enda var þetta í fyrsta sinn sem stofnunin hafði slíkt flygildi til umráða og lýsti ánægju sinni með það. Stofnunin hefur síðan sent þau á loft í fleiri verkefni víðs vegar um álfuna.

Hér var flygildið á vegum Landhelgisgæslunnar og nýtt til eftirlits á hafinu í kringum landið en tækifærið var einnig nýtt til að safna upplýsingum um hvernig ómönnuð loftför stæðu sig við krefjandi aðstæður eins og hérlendis.

Portúgalska fyrirtækið leigir Hermes 900-flygildin og tæknifólk frá framleiðanda þess, hinu ísraelska Elbit og flýgur þeim á vegum EMSA. Flygildið í Grikklandi var á eftirlitsflugi fyrir landamæraeftirlitsstofnum Evrópusambandsins, Frontex.

Í svari Vălean kemur fram að flygildið hafi verið nýkomið á loft frá Tympaki flugvelli á Krít þegar nemar þess hafi sent frá sér athugasemdir. Strax hafi verið ákveðið að lenda flygildinu sem hafi skemmt töluvert við það á skrokki, vængjum og nemum. Hvorki hafi orðið meiðsli á fólki né skaði á flugbrautinni. Flugmálayfirvöld hafi strax verið látin vita og þau hafið rannsókn á óhappinu sem sé enn í gangi.

Tekið er fram að ekki hafi verið um að ræða brotlendingu heldur tæknilega séð mjög harða lendingu. Búið er að gera við flygildið sem skemmdist á Krít en það hefur ekki farið aftur á loft því í kjölfar óhappsins ákvað EMSA ákveðið að hætta öllum aðgerðum með Hermes 900 uns rannsóknarniðurstöður liggja fyrir og endurbætur hafa farið fram.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.