Efri hluti barnalyftu í Oddskarði á hættusvæði

fjarabygg.jpgByggja þarf upp snjóflóðavarnir á skíðasvæðinu í Oddsskarði í ljósi nýs hættumats fyrir svæðið. Hluti barnalyftunnar er á svæði sem ekki stenst viðmið reglugerðar um skíðasvæðahættumat.

 

Í fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar kemur fram að efri hluti barnalyftu í Sólskinsbrekku standist ekki viðmið reglugerðar um skíðasvæðuhættumat. Snjóflóð hafa fallið yfir efsta hluta lyftunnar og tilheyrandi skíðaleiðir.

Svæðið fellur í svokallaðan C-flokk en á þeim svæðum er gert ráð fyrir að öryggu sé tryggt með varnarmannvirkjum. Ekki má þar reisa ný mannvirki þar sme búist er við stöðugri viðveru fólks til búsetu eða vinnu.

Skíðaskálinn er á B-svæði en á slíkum svæðum er heimilt að reisa skíðaskála án næturgistingar án hvaða um styrkingar. Öryggi fólks ber að tryggja með eftirliti og rýmingu.

Diskalyfturnar tvær þykja fremur vel staðsettar með tilliti til snjóflóðahættu og upphafsstöðvar þeirra beggja ásamt tilheyrandi raðasvæðum eru utan C-svæðis. Undir Magnúsartindi eru snjóflóð tíð niður á troðna skíðaleið. Einnig má búast við flóðum niður á skíðaleiðir undir Sellátrafjalli og Goðatindi við óvenjulegar aðstæður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.