Drottning Belgíu heimsótti Vopnafjörð

vopnafjordur.jpgPaola, drottning í Belgíu, kom óvænt til Vopnafjarðar með skemmtiferðarskipi í gærmorgun. Farþegar úr skipinu skoðuðu sig um í Mývatnssveit.

 

Menn úr sérsveit Ríkislögreglustjóra fylgdu drottningunni. Í samtali við RÚV sagði leiðsögumaður hópsins að drottningin væri virðuleg en jafnframt hin alþýðlegasta. Paoloa er sögð áhugasöm um Ísland og íslenska menningu en hún er gift Alberti öðrum, konungi Belgíu.

Skemmtiferðaskip eru sjaldséð sjón á Vopnafirði en þar hafa menn lagt sig fram um að taka vel á móti gestum sínum í von um að fá fleiri heimsóknir. Þótt flestir gestanna hafi farið í Mývatnssveit fóru aðrir stytta, röltu um þorpið eða renndu inní Burstarfell.

Skipið stoppaði í tólf tíma. Áhafnarmeðlimir eru tæplega fjörutíu og farþegarnir tæplega níutíu, flestir Belgar.

Vessel Plancius var upphaflega byggt sem hafrannsóknaskip. Því var breytt í farþegaskip í fyrra. Það siglir undir hollenskum fána.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.