Dregið um hreindýraleyfi á laugardag

hreindyr_web.jpg
Ríflega fjögur þúsund umsóknir bárust um rétt rúmlega eitt þúsund dýra hreindýrakvóta næsta árs. Dregið verður á laugardaginn.

Mikil spenna ríkir fyrir útdráttinn en hann fer fram í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum á laugardaginn klukkan 14:00. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á vef Umhverfisstofnunar. 

Niðurstöðurnar verða síðan sendar út í tölvupósti á sunnudaginn og bréfleiðis á mánudag, hafi menn ekki netfang.

Alls bárust 4.328 umsóknir um þau 1.009 dýr sem heimilt er að fella árið 2012. Leyft er að veiða 588 tarfa og 421 kú á veiðitímanum sem nær frá 1. ágúst til 15. september. Flest eru leyfin á svæði 2 og 3, alls rúmlega 400 talsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.