Dorrit vildi ekki að Ólafur hætti við að hætta

dorrit_kvedja_orgfb.jpg

Dorrit Moussaieff, forsetafrú, gaf skýrt til kynna að hún hefði verið ósammála ákvörðun eiginmanns síns, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að gefa áfram kost á sér sem forseti Íslands. Ólafur gaf til kynna í nýársvarpi sínu að hann ætlaði að hætta en snérist hugur eftir að hafa fengið áskoranir frá um 30.000 Íslendingum.

 

Þetta kom fram í umræðutíma á framboðsfundi Ólafs Ragnars á Hótel Héraði í gærkvöldi. Einn fundarmanna sagði við Ólaf: „Ég skyldi nýársávarpið þannig að þú værir bara hættur. Þú áttir
bara segja nei nú væri ég hættur,“ og bætti við: „Þú áttir að hætta við að hætta.“

Dorrit tók þá orðið og sagði: „Ég hafði þá skoðun líka“ og bætti því hlægjandi við að hún hefði viljað að Ólafur Ragnar færi í frí.

Ólafur Ragnar sagði fyrr á fundinum að honum hefði fundist „rangt“ að bjóða sig ekki fram í ljósi áskorananna sem honum bárust. Hann tók fram að væri þjóðin sama sinnis og fundargesturinn þá hefði hún tök á því að segja til um hvort nóg væri komið hjá honum í embættinu.

Mynd: Frá framboði Ólafs Ragnars. Dorrit þakkar fundargestum fyrir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.