Orkumálinn 2024

Dæmdur til að greiða 15 milljónir fyrir brot á skattalögum

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gif
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Smiða ehf. var í vikunni dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir „meiri háttar brot á skattalögum.“ Honum ber að auki að greiða tæpar 15 milljónir í sekt.
 
Sérstakur saksóknari gaf í vor út ákæru á hendur framkvæmdastjóranum og fyrrverandi stjórnarformenn sem voru prókúruhafar Smiða ehf., verktakafyrirtækis á Reyðarfirði. Þeim var gefið að sök að hafa árin 2009 og 2010 ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðsluskatti af launum upp á tæpar 40 milljónir króna hvor.

Framkvæmdastjórinn játaði brot sitt greiðlega en formaðurinn neitaði og er enn ódæmt í hans hluta málsins. Eftir að málið kom fyrir dóm var hluti ákærunnar afturkallaður þannig að hlutur framkvæmdastjórans lækkaði í tuttugu milljónir.

Framkvæmdastjórinn var því dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða tæpar 15 milljóna sekt innan mánaðar, ella sæta sjö mánaða fangelsi.

Fyrirtæki mannanna fékk greiðslustöðvun í lok árs. Haustið 2009 var það dæmt í félagsdómi fyrir ólögmæta uppsögn trúnaðarmanns í byrjun árs. Þá var níu starfsmönnum sagt upp en sjö þeirra endurráðnir. Trúnaðarmaðurinn var annar tveggja sem ekki voru endurráðnir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.