Orkumálinn 2024

Dæmdur fyrir hnefahögg og brotnar tennur

ImageHéraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið tæplega tvítugan karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða skaðabætur fyrir að hafa slegið annan í andlitið og brotið í hönum sex tennur.

 

Atvikið átti sér stað í anddyri skemmtistaðarins Skjálfta á Egilsstöðum í vor. Árásarmaðurinn greiddi fórnarlambi sínum eitt hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að það féll í gólfið og sex tennur brotnuðu.

Héraðsdómur dæmdi árásarmanninn í 45 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára og til að greiða brotaþola tæpar 300 þúsund krónur í skaðabætur.

Árásarmaðurinn játaði brot sitt greiðlega en hann hefur áður hlotið refsingar fyrir brot á umferðar- og fíkniefnalögum. Ungur aldur og játning voru metin honum til refsilækkunnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.