Dæmdur fyrir að slá lögreglumann hnefahöggi

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gif
Karlmaður á þrítugsaldri var nýverið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í héraðdsómi Austurlands fyrir að slá lögreglumann við skyldustörf hnefahöggi í gagnaugað. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til greiðrar játningar og ungs aldurs geranda.

Það var í lok október í fyrra framan við skemmtistaðinn Café Kosý á Reyðarfirði að ákærði sló lögreglumann hnefahöggi í hægra gagnauga og reif síðan í talstöð hans sem lenti í jörðinni.

Ákærði játaði brot sitt skýlaust, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Hann sagðist iðrast gjörða sinna. Í dómnum er einnig bent á að engir áverkar hafi hlotist af árásinni. Brot gegn lögreglumanni við skyldustörf telst samt alvarlegt.

Ákærði er 24 ára gamall. Hann hefur tvívegis gengist undir sættir hjá lögreglustjóra fyrir brot á umferðarlögum og um ávana- og fíkniefni, í bæði skiptin árið 2010. Það hafði ekki áhrif á ákvörðun refsingarinnar.

Refsingin er 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.