Djúpavogshreppur: Lifandi samfélag fær fjóra fulltrúa

Listi Lifandi samfélags fær fjóra fulltrúa af fimm í sveitarstjórn Djúpavogshrepps á næsta kjörtímabili. Framboðið fékk yfir 70% atkvæða.

H – Samtök um samvinnu og lýðræði: 65 atkvæði, 27,5% og 1 fulltrúi.
L - Lifandi samfélag: 171 atkvæði, 72,5% og 4 fulltrúar.
Auðir seðlar og ógildir: 5

Á kjörskrá voru 315, greitt var 241 atkvæði og kjörsókn því 76,5%, Kjörsókn fyrir fjórum árum var 83,4%.

Báðir listarnir eru nýir en segja má að Lifandi samfélag sé bræðingur úr Framfaralistanum og Óskalistanum sem áttu fulltrúa í fráfarandi sveitarstjórn.

Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Berglind Häsler og Kári Snær Valtingojer verða fulltrúar Lifandi samfélags. Gauti er sveitarstjóri en hefur ekki verið kjörinn fulltrúi áður. Kári Snær sat fyrir Óskalistann á síðasta tímabili. Þorbjörg kom inn í sveitarstjórnina á miðju kjörtímabili fyrir Framtíðarlistann sem varamaður en Berglind er ný.

Bergþóra Birgisdóttir oddviti H-lista er einnig nýliði í sveitarstjórninni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.