Orkumálinn 2024

Dagar myrkurs á Austurlandi

Dagar myrkurs hefjast á Austurlandi hefjast í dag og standa til sunnudags. Hafa þeir verið haldnir frá árinu 2000 og eru því nú í nítjánda sinn.


„Þessa daga er hægt að upplifa rólega og notalega stemmningu í litlum byggðalögum þar sem komu myrkurs og skugga er fagnað. Meðal þess sem boðið er upp á er gönguferð sem kölluð er Afturgangan á Seyðisfirði þar sem öll ljós í bænum eru slökkt meðan á göngunni stendur. Í fjárhúsinu á Teigarhorni í Berufirði er hrollvekjan Ég man þig á breiðtjaldi. Tónleikar og Faðirvorahlaup á Djúpavogi svo nokkuð sé nefnt,“ segir Signý Ormarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Signý segir að upprunalega hafi hátíðin Dagar myrkurs verið hugsuð til þess að bjóða upp á afþreyingu í skammdeginu áður en jólavertíð hæfist þar sem heldur lítið þótti um að vera á Austurlandi í nóvembermánuði. „Nú er framboð af afþreyingu mun meira og af nógu að taka allt árið. Því má segja að hátíðin sé farin að bera meiri keim af íslenskri útgáfu af „halloween“ og er víða mjög metnaðarfull. Í einum skólanum er t.d. er matseðilinn þessa daga beinagrindafiskur, risaeðluegg, sæúlfafiskur og varúlfapizza.“

Facebook-síða Daga myrkurs er hér. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.