Dæmd í fangelsi fyrir fíkniefnaakstur

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í síðustu viku konu á fertugsaldri í 30 daga fangelsi fyrir að hafa keyrt bíl undir áhrifum fíkniefna. Konan á að baki langan brotaferil.

Konan var í síðustu viku dæmd fyrir að hafa ekið ökutæki undir áhrifum fíkniefna en lögreglan hafði afskipti af henni í byrjun maí á bílaplani við verslunarkjarna á Egilsstöðum. Í blóði hennar fundust leifar af bæði kannabisi og amfetamíni.

Þetta er í annað skiptið á árinu sem konan er dæmd fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, fyrra atvikið átti sér stað á Seyðisfirði í byrjun árs. Hún var þá dæmd í 30 daga fangelsi og svipt ökuréttindum ævilangt.

Konan á þó nokkurn brotaferil að baki. Á síðustu fjórum hefur hún tvisvar hlotið refsingar fyrir þjófnað og nú fjórum sinnum fyrir fíkniefnaakstur. Þá var hún í lok júní dæmd fyrir hlutdeild í stórfelldu fíkniefnasmygli auk vörslu efna.

Konan játaði brot sitt skýlaust. Hún var dæmd í 30 daga fangelsi og svipt ökurétti ævilangt. Þá var henni gert að greiða rúmar 400.000 í sakarkostnað, þar með talda þóknun verjanda síns.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.