COVID staðan einna best á Austurlandi

Nú er einn einstaklingur í einangrun á Austurlandi og sex í sóttkví vegna COVID. Þetta er ein besta staðan á landinu í augnablikinu.

Þegar tölulegar upplýsingar eru skoðaðar á vefsíðunni covid.is sést að langflestir eru í einangrun og sóttkví á höfuðborgarsvæðinu eða 220 í einangrun og 731 í sóttkví. Næst á eftir kemur Suðurland með 23 í einangrun og 69 í sóttkví.

Aðeins á Norðurlandi vestra er staðan betri en á Austurlandi en þar er einnig aðeins einn í einangrun og 5 í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.