Covid-19 smit staðfest á Fljótsdalshéraði

Covid-19 smit hefur verið staðfest á Austurland hjá einstaklingi sem tengist grunnskólunum í Fellabæ og Egilsstöðum. Skólahaldi hefur verið aflýst á báðum stöðum á morgun vegna þessa.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarna á Austurlandi frá í kvöld. Þar segir að viðkomandi sé með væg einkenni en í einangrun þar sem hann njóti eftirlits og ráðgjafar Covid-teymis Landsspítala og starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Smitrakning stendur yfir þannig að enn er óljóst hversu margir eða hverjir þurfa í sóttkví í framhaldinu.

Ákvörðun um að fella niður skólahaldið er sögð tekin í öryggisskyni á meðan smitið er rakið og vonast til að hún gildi aðeins á morgun. Foreldrar barna í skólunum tveimur fá skilaboð í kvöld þar sem ráðstafanirnar verða kynntar formlega. Næstu skilaboð til foreldra ætti að liggja fyrir eigi síðar en um hádegi.

Aðgerðastjórn mun senda frá sér nánari tilkynningar eftir því sem málin þróast.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.