Condor stækkar vélarnar sem fljúga til Egilsstaða

Þýska flugfélagið Condor, sem næsta sumar hyggst fljúga milli Egilsstaða og Frankfurt, hefur ákveðið að stækka vélarnar sem notaðar verða í flugið.

Upphaflega stóð til að flogið yrði með 180 sæta Airbus A320 vélum en í tilkynningu frá flugfélaginu frá í vikunni kemur fram að ákveðið hafi verið að nota 220 sæta Airbus A321 vélar.

Fljúga á vikulega á þriðjudagskvöldum frá miðjum maí fram í október.

Flugfélagið hyggst einnig fljúga vikulega til Akureyrar. Áfram er miðað við að nota minni vélarnar, A320, í það flug.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.