Cittaslow-sunnudagur framundan

Árlegur Cittaslow-sunnudagur á Djúpavogi verður haldinn á sunnudag. Fyrirtæki, félög og einstaklingar kynna þar framleiðslusýna auk þess ýmis afþreying verður í boði.

Djúpivogur er aðili að alþjóðlegu Cittaslow-samtökunum sem leggja áherslu á séreinkenni svæða og menningu. Sérstakur dagur er af þessu tilefni haldinn síðasta sunnudag í september ár hvert.

Miðpunktur hátíðarinnar í ár verður í Löngubúð og Faktorshúsi þar sem meðal annars verður nytjamarkaður og kynningarmarkaður þar sem einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök á Djúpavogi kynna starfsemi sína, verða með sölu eða vörur til prufu.

Í samtímalistasafninu Ars Longa verður fjölskyldustund þar sem hægt verður að ganga og kríta Völustíg í safninu. Þar verður líka sýning eða menningar nemenda á unglingastigi í Djúpavogsskóla í samvinnu við barnamenningarhátíðina BRAS. Viðfangsefnið er hvað fær þau til að ljóma, hver tímalína mikilvægra lífsviðburða er, hvert töfrateppi mundi leiða þau í óskum sínum og hvaða tungumálaauði þau búa að í sínum hópi. Seinni partinn verður fyrsta kyrrðargangan gengin í Sandey.

Þá verður nýtt vegglistaverk við Kallabakka afhjúpað. Listamaðurinn Stefán Óli Baldursson hefur unnið að því síðustu vikur en hann vann myndina út frá gömlum ljósmyndum af dansleikjum á Djúpavogi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.