Orkumálinn 2024

Byrjað að slátra sýktum gripum frá Egilsstöðum

egilsstadabylid.jpg
Byrjað er að slátra nautgripum sem taldir eru hafa sýkst af smitandi barkabólgu á Egilsstaðabúinu á Völlum. Tólf gripir voru sendir í slátrun í síðustu viku.

Þetta staðfesti Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, við Austurfrétt í dag. Ríflega þrjátíu kýr reyndust sýktar á bænum. Afgangurinn verður tekinn innan skamms.

Halldór sagði annars að þessa dagana væri verið að vinna í samningum um tjónabætur eins og venjan væri í tilfellum sem þessu.

Barkabólgan er í flokki A-sjúkdóma en í honum eru þeir búfjársjúkdómar sem taldir eru hættulegastir. Slátra þarf öllum jákvæðum gripum á búinu og á Fljótsbakka í Eiðaþinghá þar sem veiran greindist í einum grip en ekki verður gripið til allsherjarniðurskurðar á bæjunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.