Byggt við Hótel Hallormsstað

htel_hallormsstaur_bygging_web.jpgFyrir jól var hafist handa við að reisa nýja gistiálmu við Hótel Hallormsstað. Nýju álman verður tæpir 1000 fermetrar á þremur hæðum með 28 herbergjum. Reiknað er með að nýja álmann verði tekin í notkun 1. júní. Hótelið ræður þá yfir 83 herbergjum á sumrin en 59 á veturna.

 

 

Nýja álmann er þrðji áfangi þeirra hugmynda sem staðarhaldarar, Þráinn Lárusson og Þurý Bára Birgisdóttir, lögðu upp með fyrir þremur árum en fyrr á árinu lauk byggingu á öðrum áfanga sem var 500 fermetra bygging með gestamóttöku, fundasal, tveimur veitingasölum, tveimur eldhúsum og starfsmannarými.

Þau segja hótelið hafa tekið stakkaskiptum. „Þessi stækkun gerði hótelinu kleift að hafa opið allt árið enda er hótelið tilvalin staður fyrir ráðstefnur og fyrirtækjaferðir því hallormsstaður skartar mikilli náttúrufegurð jafnt sumar sem vetur. Sú sérstaða einkennir Hótel Hallormsstað að það er viðarkynnt það er hótelið er kynnt með viði úr skóginum og mun það vera einsdæmi hér á landi.“

Þau segjast ekki hægt heldur fyrirhugi að reisa baðhús sem einnig verði viðarkynnt. Einnig sé verið að hanna skemmtigarð, í samvinnu við Skógrækt ríkisins, fyrir neðan hótelið sem opin verði öllum gestum á Hallormsstað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.