Orkumálinn 2024

Byggja fjórar nýjar leiguíbúðir á Norðfirði

Leigufélagið Bríet ætlar með fulltingi Fjarðabyggðar að byggja fjórar nýjar leiguíbúðir á Norðfirði og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist með vorinu.

Umrætt félag, Bríet, er í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hvers tilgangur er að styrkja húsaleigumarkaðinn í landinu með sérstaka áherslu á landsbyggðina. Félagið rekið að norrænni fyrirmynd, er óhagnaðardrifið og leiguverði stillt mjög í hóf.

Bríet hefur áður átt samstarf við Fjarðabyggð en þá vegna byggingu leiguíbúða á Fáskrúðsfirði en unnið er að útfærslu þess verkefnis. Sömuleiðis er samstarf við Múlaþing vegna bygginga leiguíbúða á Seyðisfirði

Nú verður auglýst eftir áhugasömum byggingaraðilum til verksins á Norðfirði og vonast til að framkvæmdir hefjast í vor ef samkomulag næst að því er fram kemur á vef Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.