Orkumálinn 2024

Búlgaría í brenndepli á listahátíð barna

Búlgaría verður í brennidepli á morgun, miðvikudag, á Fjölþjóðlegri listahátíð barna sem nú stendur yfir á Vopnafirði. Hátíðin hófst í síðustu viku þegar þjóðhátíðardegi Gvæjana var fagnað í leikskólanum Brekkubæ.


Þórhildur Sigurðardóttir er verkefnisstjóri fyrir listahátíðina. Hún segir að nú um stundir sé vitað af fólki frá 22 þjóðarbrotum sem búa á Vopnafirði. Meðal markmiða listahátíðarinnar er að fagna þjóðhátíðardegi þessara íbúa með því að draga þjóðfána þeirra að húni.

„Börnin læra svo ýmislegt um hverja þjóð sem fagnað er eins og til dæmis hver er höfuðborg viðkomandi lands, hvert er þjóðardýrið og hvert er þjóðarblómið,“ segir Þórhildur. „Sem dæmi má nefna að fyrir þjóðhátíðardag Gvæjana föndruðu börnin þjóðfána landsins.“

Fram kemur í máli Þórhildar að þjóðhátíðardegi Búlgaríu verði fagnað bæði í leikskólanum og grunnskólanum sem þar börn með búlgarska foreldra séu í báðum skólunum. Feður þeirra séu fótboltamenn sem fengnir voru til að leika með liðum á Austurlandi en settust síðan hér að með konum sínum.

Fjölþjóðleg listahátíð barna á Vopnafriði hlaut menningarstyrk úr Uppbyggingasjóði Austurlands í lok síðasta árs. Hátíðin tafðist vegna COVID en er komin á fullt núna.

„Við munum svo safna því saman sem búið er til á þessari hátíð og nota það í tengslum við stóra barnamenningarhátíð sem haldin verður á Austurlandi í haust,“ segir Þórhildur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.