Búist við lokun fjallvega í kvöld

Viðbúið er að fjallvegum á Austurlandi verði lokað eftir kvöldmat vegna norðanhríðar sem spáð er. Viðbúnaður er hjá Landsneti vegna veðursins.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að skoðað verði með lokun Fagradals, Fjarðarheiðar, Möðrudalsöræfa og Vopnafjarðarheiðar um eða upp úr kvöldmat. Leiðirnar hafa verið á óvissustigi seinni hluta dags.

Veginum yfir Öxi var lokað á þriðja tímanum í dag og ófært er um Breiðdalsheiði. Bálhvasst er orðið í Hamarsfirði og mælist vindhraðinn tæplega 40 m/s í hviðum.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti segir að hætt sé við samslætti á línum með sviptivindum á Austfjörðum og suðaustanlands frá því klukkan 18 í dag, í nótt og mest allan morgundaginn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.