Búið að staðsetja heitavatnsholu nálægt Djúpavogi

Fyrirtækið HEF (áður Hitaveita Egilsstaða og Fella), sem er að öllu leyti í eigu Múlaþings, hyggst freista þess í vor að ná nægilega miklu magni af heitu vatni úr nýrri borholu nálægt byggðinni á Djúpavogi til að bæjarbúar geti notið án þess að brúka rafmagn til.

Gegnum árin hafa verið boraðar allnokkrar tilraunaholur nálægt bænum til að freista þess að finna nægilegt magn af heitu vatni en án árangurs. Lengi hefur verið vitað af álitlegu nýtingarsvæði og ný hafa nýjar rannsóknir sýnt fram á hugsanlegan fýsileika á einum stað sérstaklega. Sá staður er í landi sveitarfélagsins og skal láta reyna á hvort nægt magn vatns sé til staðar strax með vorinu samkvæmt upplýsingum frá Múlaþingi.

Ætlunin er að sækja styrk til Orkusjóðs enda markmiðið að hitaveituvæða bæinn sem er að öllu leyti kynntur með rafmagni. Hafin er vinna við að fá stóran bor á svæðið en sami borinn verður jafnframt notaður til að kanna heitavatnsmagn í Eiðaþinghá á Héraði en til stendur að veita heitu vatni til Eiða þaðan í framtíðinni.

Hitaveita er töluvert ódýrari kostur en rafmagnshitun og því töluvert undir fyrir íbúa á Djúpavogi að vinnanlegt magn finnist í vor. Mynd Múlaþing

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.