Búið að skipa fjóra presta í Austfjarðaprestakall

Kjörnefnd Austfjarðaprestakalls hefur valið fjóra presta úr hópi umsækjenda í hið nýja prestakall sem verður til við sameiningu fimm eldri prestakalla sem verið hafa á svæðinu í haust.

Samkvæmt samþykkt Kirkjuþings frá því fyrr á árinu verða Djúpavogs-, Heydala-, Kolfreyjustaðar-, Eskifjarðar- og Norðfjarðarprestaköll í Austurlandsprófastsdæmi sameinuð í eitt prestakall sem mun bera heitið Austfjarðaprestakall.

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir á Fáskrúðsfirði er hinni eini núverandi presta á svæðinu sem heldur áfram störfum og verður sóknarprestur í nýju prestakalli. Við hlið hennar starfa fjórir prestar. Störf þeirra voru auglýst í byrjun sumars og rann umsóknarfrestur út þann 1. júlí.

Kjörnefnd hefur skilað tillögunum sínum og mun biskup Íslands skipa presta í samræmi við tillögur hennar. Samkvæmt tilkynningu frá Þjóðkirkjunni er þetta í fyrsta sinn sem fjórir prestar eru valdir á einum og sama kjörfundinum.

Eftirtalin voru valin:

Sr. Erla Björk Jónsdóttir, héraðsprestur í Austurlandsprófastdæmi, er kjörin sem prestur 1 og skipuð frá og með 1. september.
Benjamín Hrafn Böðvarsson, mag. theol., kjörinn sem prestur 2. Skipaður frá og með 1. október.
Dagur Fannar Magnússon, mag. theol., kjörinn sem prestur 3, með aðsetur í Heydölum. Skipaður frá og með 1. nóvember.
Alfreð Örn Finnsson, cand. theol., kjörinn sem prestur 4, með aðsetur á Djúpavogi. Skipaður frá og með 1. nóvember.

Erla Björk Jónsdóttir. Ein hinna nýju presta.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.