Búið að koma upp laxahliðum í Vesturdalsá

Búið er að koma upp þremur hliðum í Vesturdalsá í Vopnafirði sem nema merki frá löxum sem synda í ánni. Hliðin eru hluti af umfangsmiklu rannsóknaverkefni á lífi villta Norður-Atlantshafslaxsins.

Hliðin eru staðsett við bæinn Fremri-Hlíð, í landi Ljótsstaða og Torfastaði. Í þeim eru nemar fyrir svokölluð PIT merki, nýja tækni frá fyrirtækinu Biomark. Tveir stafsmenn Biomark til Vopnafjarðar til að aðstoða við uppsetninguna.

Að henni komu einnig starfsmenn Veiðiþjónustunnar Strengs, sem stendur að baki rannsóknunum, starfmaður Hafrannsóknarstofnunar, gröfumaður og rafvirki.

PIT-merkin eru 12 mm. löng glerhylki sem spanast upp þegar fiskar synda í gegnum hliðin og senda frá sér rafboð. Hvert merki hefur sitt númer og þannig er hægt að greina hvaða einstaklingur er á ferðinni.

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, sem kemur að rannsókninni, segir að 1000 gönguseiði hafi verið merkt síðasta vor. Þess sé vænst að þau skili sér upp í ána á næsta ári sem smálax og stórlax árið 2021.

Að auki voru merkt 500 seiði í haust á nokkrum stöðum í ánni. Þau séu þegar farin að gefa frá sér merki, en að öðru leyti verði búnaðurinn í ánni fullbúinn næsta vor þegar fiskar byrja að ganga upp hana.

„Það sem verður skoðað eru göngur innan árinnar. Hvenær gönguseiða byrja að ganga til hafs, hvernig niðurgöngunni er háttað og svo endurheimtur úr hafi. Með einstaklingsmerkjum er einnig hægtað sjá hvaða einstaklingar það eru sem koma til baka og mögulega greina hvaða eiginleika þeir hafa,“ segir Guðni.

Frá uppsetningu hliðanna. Mynd: GG


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.