Bryndís skipuð í Austfjarðaprestakall

Bryndís Böðvarsdóttir hefur verið skipaður nýr prestur í Austfjarðaprestakalli en staðan var auglýst í vor.

Bryndís er fædd árið 1972 á Akureyri og alin þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum þar. Síðar starfaði hún við verslunarstörf, barnagæslu og skrifstofustörf, lengst innan Símans.

Hún fór í nám meðfram vinnu, fyrst sem djákni en skipti yfir í guðfræðinám og lauk BA-prófi árið 2011 og síðan mag. theol.-prófi árið 2019. Starfsþjálfunarnámi lauk hún ári síðar.

Síðan hefur hún starfað sem kirkjuvörður og meðhjálpari við Lágafellssókn í Mosfellsbæ.

Bryndís á þrjú börn, þar af tvö uppkomin. Við auglýsingu starfsins var tekið fram að nýr prestur ætti að geta hafið störf eigi síðar en þremur mánuðum eftir ráðningu, sem var í lok maí.

Mynd: Þjóðkirkjan/Alexander Ingvarsson 


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.