Orkumálinn 2024

Bryndís Hlöðversdóttir formaður starfshóps um málefni Seyðisfjarðar

Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, er formaður starfshóps á vegum ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að fylgja eftir málum er varða aðkomu ríkisins að hreinsun og öðrum aðgerðum í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði.

Í hópnum eru fulltrúar fimm ráðuneyta auk fulltrúa frá almannavörnum og sveitarfélaginu Múlaþingi.

Bryndís veitur honum formennsku sem fulltrúi forsætisráðuneytið. Bryndís var áður ríkissáttasemjari, rektor Háskólans á Bifröst auk þess sem hún sat á þingi frá 1995-2005 fyrir Alþýðubandalagið og síðar Samfylkinguna.

Einn annar ráðuneytisstjóri er í hópnum, Haukur Guðmundsson frá dómsmálaráðuneytinu. Hann starfaði áður sjálfstætt sem lögmaður en hefur verið settur um skemmri tíma forstjóri bæði Samkeppniseftirlitsins og Útlendingastofnunar.

Frá umhverfisráðuneytinu kemur Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur í umhverfisráðuneytinu. Hann er formaður ofanflóðasjóðs og á því að þekkja vel til mála á Austfjörðum, meðal annars Seyðisfirði.

Rúnar Leifsson, fyrrum minjavörður á Austurlandi er fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hann starfar nú. Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur í byggðamálum, situr í hópnum fyrir hönd samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og Kristinn Hjörur Jónasson, sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta, kemur frá fjármálaráðuneytinu.

Að auk tilheyra hópnum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings sem er ætlað að vera tengilliður við sveitarfélagið. Þá starfa tveir starfsmenn forsætisráðuneytisins með hópnum.

Í tilkynningu segir að hópurinn hafi tvíþætt meginhlutverk. Annars vegar að vera að vera tengiliður ríkisvaldsins og stofnana þess við sveitarfélagið um mál og verkefni sem leysa þarf úr í kjölfar hamfaranna. Hins vegar að yfirfara kostnað sem til fellur í kjölfar skriðanna og eftir atvikum gera tillögur til ríkisstjórnar um greiðslur.

Hópnum er ekki ætlað að stíga inn í hlutverk sveitarfélagsins eða þeirra viðbragðsaðila sem sinna sínum lögbundnu verkefnum á svæðinu eftir sem áður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.