Bruni símastrengja vekur undrun

Svo virðist sem kviknaði hafi í út frá símastrengjum, sem jafnvel eru aflagðir, í brúnni yfir Lagarfljót í gær.

Í fyrstu var talið að kviknað hefði í út frá rafstrengjum en nú er orðið ljóst að bruninn var í símstrengjum í eigu Mílu sem jafnvel eru aflagðir.

Enn er verið að kanna og staðfesta upptök brunans, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá verður farið yfir aðrar lagnir sem í brúnni eru.

Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar er væntanlegur austur á land eftir helgi og var viðgerð á Lagarfljótsbrúnni meðal þess sem honum var ætlað að gera.

Skipta þarf út timbrinu í brúargólfinu, sem slitnað hefur hratt eftir að lokið var við að setja það á fyrir um ári síðan. Síðan verða settar járnmottur á brúna eins og voru áður. Þær eru væntanlegar frá Danmörku í mái og verða settar á í júní.

Vegagerðin hefur um allnokkurt skeið bent á að huga þurfi að endurgerð Lagarfljótsbrúarinnar. Endurnýjun hennar er á samgönguáætlun á tímabilinu 2029-2033.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.