Brugðust við ósk um að kaupa rúm á einum og hálfum tíma

seydisfjordur.jpg
Það tók Hollvinasamtök sjúkrahúss Seyðisfjarðar (HSSS) ekki nema einn og hálfan tíma að afgreiða beiðni yfirlæknis stofnunarinnar um að kaupa rafdrifið hjúkrunarrúm sem vantaði fyrir einn sjúkling þar.

Frá þessu er greint á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar en sjúklingurinn verður fluttur í nýja rúmið í dag. Yfirlæknirinn, Rúnar Reynisson sem jafnframt er félagi í hollvinasamtökunum, sendi formanni stjórnar samtakanna tölvupóst klukkan kortér í sjö á þriðjudag sem hefst á orðunum: „ „Bráðvantar 1.stk. rafdrifið hjúkrunarrúm á stofnunina, fyrir 61árs Seyðfirðing sem fékk heilablóðfall og er lamaður öðru megin. Gætu Hollvinasamtökin hlaupið undir bagga ??“

Klukkutíma síðar sendi formaðurinn, Þorvaldur Jóhannsson, póst áfram til stjórnarinnar með ósk um að fá að kaupa rúmið sem kostar 470.000 krónur. Rúmu kortéri síðar svarar hann yfirlækninum: „Sæll Rúnar. Þú pantar rúmið og gengur frá greiðslu og fleiru sem til þarf.“ 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.