Breyttar reglur um arðgreiðslur hreindýraveiða

hreindyr_web.jpgNý lög um úthlutun hreindýraarðs þýða að aðeins er heimilt að úthluta arði til þeirra sem leyfa veiðar á landi sínu allt veiðitímabilið. Eigendur eða ábúendur jarða verða að tilkynna Umhverfisstofnun það fyrir 1. júlí ár hvert hvort þeir heimili veiðar á landi sínu.

 

Þetta er miðað við að ekki hafi orðið breyting á afstöðu ábúanda mili ára. Umhverfisstofnun er heimilt að miða við afstöðu hans frá fyrri árum.

Þannig verður til dæmis farið að í ár við úthlutun arðs af komandi veiðitímabili. Umhverfisstofnun byggir á að þeir sem „til skamms tíma hafa heimilað veiðar á landi sínu allt veiðitímabilið og þegið arðgreiðslur muni gera það áfram á komandi veiðitímabili. Einnig mun á því byggt að þeir landeigendur sem bannað hafa veiðar á landi sínu allt veiðitímabilið og ekki þegið arðgreiðslur muni gera slíkt hið sama áfram.“

Þeir sem hyggjast breyta afstöðu sinni hafa því daginn í dag til að tilkynna Umhverfisstofnun það þannig breytingin hafi strax áhrif. Í auglýsingu stofnunarinnar segir að þar sem greiddur hefur verið út arður en landeigendur aðeins heimilað veiðar hluta úr tímabili eða ekki heimilað veiðar, verði haft samband við viðkomandi til að fá fram skýra afstöðu um heimild til veiða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.