Óbreytt útsvar í Fjarðabyggð

fjarabygg.jpgBæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt að útvar ársins 2011 verði óbreytt, 13,28% en sveitarfélagið fullnýtir útsvarsheimildir sínar í dag. Hlutfallið kann að hækka með færslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga.

 

Verði þjónusta við fatlaða flutt til sveitarfélaga er gert ráð fyrir að útsvarið hækki um 1,2% í 14,48%.

Í bókun bæjarstjórnar segir að miðað við núverandi aðstæður í rekstri þess sé annað óvarlegt en að fullnýta útsvarsheimildina. „Þrátt fyrir að heimildin verði fullnýtt er ljóst að vinna þarf áfram í hagræðingar og sparnaðaraðgerðum í rekstri á næsta ári.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.