Orkumálinn 2024

Breytingar á stjórnendum LungA-skólans og Hallormsstaðaskóla

Björt Sigfinnsdóttir, skólastjóri og einn stofnenda LungA-skólans, hefur látið af störfum hjá skólanum. Corelis Aaart Meijles mun stýra Hallormsstaðaskóla næsta vetur.

Í tilkynningu frá LungA-skólanum eru Björt færðar þakkir fyrir ötult nýsköpunarstarf í þágu skólans og samfélagsins frá stjórn og starfsfólk og henni færðar heillaóskir inn í næstu verkefni. Þar segir að staða skólastjóra verði auglýst laus til umsóknar á næstu dögum.

Á Hallormsstað mun Cornelis, eða Cees eins og hann er kallaður, leysa af Bryndísi Ford skólameistara, en hún er á leið í námsleyfi. Hann er fæddur í Hollandi og ólst upp á bóndabæ sem varð til þess að hann fór í landbúnaðarskóla en kom síðan til Íslands í verknám, ásamt konu sinni Tineke. Þau heilluðust af landinu og fluttu hingað árið 1992.

Cees er með háskólamenntun í jarðvegsfræði, plötufræðum og umhverfisverkfræði. Hann hefur meðal annars starfað sem stundakennari við Landbúnaðarháskóla Íslands, sem ráðunautur í loftslagsvænum landbúnaði hjá Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins og Frísland-héraði í Hollandi og að stefnumótun og Þórunn verkefna í úrgangsmálum og að hringrásarhagkerfinu á Íslandi og í Hollandi.

Þau Tineke þekka vel til Austurlands þar sem þau hafa dvalið í sumarhúsi í Fáskrúðsfirði mörg sumur, að því er fram kemur í frétt Hallormsstaðaskóla.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.