Breytingar á starfi leikskóla í Fjarðabyggð vegna Covid-19

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar í samráði við leikskólastjóra leikskóla Fjarðabyggðar hafa ákveðið ýmsar breytingar á starfi leikskóla í Fjarðabyggð. Þær eru gerðar vegna samkomubanns stjórnvalda og tilmæla um takmarkanir á skólastarfi.


Samkvæmt fréttatilkynningu munu leikskólar í Fjarðabyggð verða opnir frá 7:45 – 16:15
og þegar foreldrar mæta með börn sín í fataklefa að morgni og þurfa þau að gæta þess að ekki séu margir í einu og halda sem mestri fjarlægð við aðra.

Leikskólarnir munu verða læstir frá kl. 9-15. Ef foreldrar eða forráðamenn koma með börnin á þeim tíma eða koma að sækja börnin þarf að annað hvort að hringja á deildina eða banka á gluggann. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir óþarfa umgang um leikskólann.

Foreldrar heldur ekki fara lengra en hver leikskóli leggur til. Þar þurfa foreldrar að klæða barnið úr og setja fötin á gólfið. Í fataklefanum tekur starfsmaður á móti barninu, hengir upp fötin, fer með barnið inn á deild og þvær því um hendurnar.

„Samgangur barna verður ekki milli deilda. Börnin verða í smærri hópum á hverri deild og samskipti milli hópa lágmörkuð. Þrif eru stóraukin á meðan leikskólinn er opinn og eftir lokun.
Aðstæður gætu komið upp sem kalla á það að börnin þurfi að vera heima einn til tvo daga í viku,“ segir einnig tilkynningunni.

Á heimasíðu Fjarðabyggðar eru foreldrar sem eiga kost á því hafa börnin heima dag og dag beðnir um að hafa samband við leikskólastjóra.

Ekki verður hægt að bjóða upp á innidag eftir veikindi og eru foreldrar því beðnir um að hafa barnið heima þar til það er orðið fullhraust.

Ef nemandi sýnir einkenni sem líkjast sjúkdómseinkennum sem tengjast kórónaveirunni skal hann ekki vera sendur í skóla og foreldrar verða vera í samráði við heilbrigðisyfirvöld um dvöl þeirra heima (sími 1700).

Finni foreldrar fyrir flensueinkennum er það beðið að koma ekki inn í leikskólann.

Í tilkynningunni segir einnig að álag er á starfsfólki leikskólanna muni aukast á þessum tíma en starfsfólk búið skipuleggja sig vel og allt eigi vonandi eftir að ganga vel.

Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, Þórður Vilberg Guðmundsson, vildi benda fólki á upplýsingasíðu Fjarðabyggðar vegna Covid-19. Þar er hægt að finna allar upplýsingar vegna veirufaraldsins sem Fjarðabyggð sendir frá sér.

 

Leikskólinn á Eskifjörður. Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.