Breyting á deiliskipulagi á miðbæ Eskifjarðar kærð

Í maí síðastliðnum samþykkti bæjarstjórn Fjarðabyggðar breytingu á deiliskipulagi á miðbæ Eskifjarðar.

Breytingin felst í því að efri hluti Lambeyrarbrautar verður gerður að vistgötu og einnig er gert ráð fyrir byggingarlóð fyrir íbúðarhús á milli Lambeyrarbrautar 1-3.


Nú hefur sú ákvörðun verið kærð af einum íbúa Lambeyrarbrautar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Íbúinn kærir á grundvelli þess að „ekki var farið efnislega yfir allar þær athugasemdir sem bárust“ og fer því fram á „að afgreiðsla þessi verði dregin til baka og lögð aftur fyrir Eigna skipulags og umhverfisnefnd til afgreiðslu með öllum þeim athugasemdum sem bárust.“

Efasemdir íbúa
Áður en breyting á deiliskipulagi á miðbæ Eskifjarðar var samþykkt sendu hús- og íbúðaeigendur við Lambeyrarbraut bréf til sveitarfélagsins þar sem efasemda gætti með breytinguna. Í bréfinu kemur fram að hluti íbúa telji óvissu ríkja í málinu þar sem „ekki væri búið að fullhanna götuna og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru.“ Þá segir einnig í bréfinu: „Erum við íbúarnir afar óörugg með hvað felst í raun í breytingu á deiliskipulagi þar sem götunni er breytt í vistgötu og bætt við íbúðarhúsi í þrönga götuna, ofan á þær breytingar sem heldur hafa ekki komið til framkvæmda en voru samþykktar á deiliskipulagi mjög nýlega þar sem götunni er breytt í botnlanga.“


Hluti íbúa við götuna hefur því óskað eftir að breytingunni yrði frestað þar til gatan væri fullhönnuð og leyst hafi verið úr lóðamálum. Þeim ekki að ósk sinni og var breytingin samþykkt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.