Brauðrist og hraðsuðukatli stolið úr sumarbústað

logreglumerki.jpgÁramótin voru róleg í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum. Þó var brotist inn í sumarbústað og flugeldur kveikti í iðnaðarhúsnæði á Bakkafirði. Hjálpa hefur þurft vegfarendum á Fjarðarheiði og Breiðdalsheiði í ófærð.

 

Á Egilsstöðum var haldið ball við Kaffi Egilsstaði. Margt var um manninn og nokkuð um smá pústra en það leystist farsællega.

Bruni kom upp í fiskverkun á Bakkafirði. Reykur myndaðist í klæðningu á þaki eftir að flugeldur lenti þar í. Tjónið var ekki mikið og bruninn minni en í fyrstu var talið.

Brotist var inn í sumarbústað í Úlfsstaðaskógi og þaðan stolið hraðsuðukatli og brauðrist. Reynt var að brjótast inn í annan bústað á svæðinu en það tókst ekki. Lögreglan á Egilsstöðum hvetur eigendur sumarbústaða á svæðinu til að huga að bústöðum sínum og gæta þess að þeir séu ávalt læstir. Ekkert er vitað um hver eða hverjir voru þarna að verki.

Lögreglan hefur undanfarna daga þurft að aðstoða vegfarendur á Fjarðarheiði og Breiðdalsvík. Lögreglan á Egilsstöðum hvetur ökumenn til þess að huga að veðri og færð á svæðinu næstu daga enda spáin frekar slæm.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.