Borgfirðingar byggja upp búð

Íbúar á Borgarfirði hittust síðasta laugardag til að standsetja gamla pósthúsið þar sem stefnt er að hefja verslunarrekstur á ný í lok mánaðarins. Engin verslun hefur verið á staðnum frá síðasta hausti.

Opnun búðar á Borgarfirði var það verkefni sem varð efst á forgangslistanum á íbúaþingi sem haldið var til að ýta verkefninu Brothættar byggðir þar úr vör síðla vetrar en einu kjörbúðinni var lokað í byrjun september í fyrra.

Um síðustu helgi var boðað til vinnuhelgar í búðinni þar sem íbúar hittust til að þrífa, mála og standsetja húsnæðið.

„Það mættu fleiri en við bjuggumst við og það var miklu komið í verk sem gefur góð fyrirheit um framhaldið,“ segir Alda Marín Kristinsdóttir, verkefnastjóri Brothættar byggða.

Samhliða vinnunni í húsinu er safnað hlutafé fyrir nýja verslunarfélagið en áætlað er að fimm milljónir króna þurfi til að koma því í gang. Stefnt er að opnun verslunarinnar þann 30. júní.

Frá vinnudeginum í búðinni síðasta laugardag. Mynd: Eyþór Stefánsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.