Borgarfundur um málefni HSA

ImageSamband sveitarfélaga á Austurlandi boðar til opins borgarafundar um málefni Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum sunnudaginn 10. október klukkan 15:00.

 

„Í fjárlagafrumvarpi sem lagt hefur verið fram er boðaður gríðarlegur niðurskurður á fjárframlögum til HSA. Ef af þessum niðurskurði verður er ljóst að verið er að færa þjónustu í heilbrigðismálum á Austurlandi marga áratugi aftur í tímann og vega með alvarlegum hætti að búsetuskilyrðum á Austurlandi,“ segir í tilkynningu SSA.

„Stjórn SSA hefur áður samþykkt harðorð mótmæli gegn boðuðum niðurskurði og hvetur nú alla Austfirðinga til að fjölmenna á fundinn, sýna samstöðu og mótmæla þessum áformum ríkisvaldsins.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.