Orkumálinn 2024

Borgarfjörðurinn hálf mórauður í morgun

Sjórinn á Borgarfirði varð hálf mórauður á tíma í morgun vegna framburðar úr Fjarðará. Ekki er fyllilega ljóst hver uppruni efnisins er. Sjónarvottur segir hafa verið magnað að fylgjast með firðinum.


„Við vorum á leiðinni út í höfn milli tíu og ellefu. Þegar við komum upp á Hamarinn sjáum við hvar skilin blasa við,“ segir Magnús Þorri Jökulsson, hreppsstarfsmaður.

Mynd Magnúsar Þorra hefur vakið nokkra athygli en á henni má sjá hvernig lína virðist dregin þvert yfir fjörðinn. Öðru megin við hana er mórautt vatn en hinu megin blár sjór. Magnús segir að framburðurinn hafi gengið út fjörðinn og hann orðið aftur eðlilegur á rúmlega hálftíma.

Borgfirðingar leituðu í dag uppruna efnisins sem áin bar fram, einkum hvort að skriða hefði fallið í hana, en engin slík var komin í ljós síðast þegar Austurfrétt hafði spurnir af.

Líklegra virðist að áin hafi grafið úr bökkum sínum en hún óx mjög í mikilli rigningu í nótt og morgun. Magnús segir líkast því að sjórinn hafi haldið á móti ánni en síðan gefið eftir og það myndað sjónarspilið. „Síðan sáum við öldurnar skvettast yfir, þetta var magnað að sjá.“

borgarfjordur moraudur thorri 20180828 2

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.